Flokkarnir funda aftur á fimmtudag

Birgitta Jónsdóttir, Óttarr Proppé, Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir ræða …
Birgitta Jónsdóttir, Óttarr Proppé, Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir ræða við fjölmiðlamenn eftir fundinn á Lækjarbrekku í dag. mbl.is/Golli

„Niðurstaðan er bara sú að þetta var mjög góður fund­ur þar sem að við fór­um yfir stóru lín­urn­ar í þeim mál­um sem við setj­um á odd­inn fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar og hvaða sam­starfs­fleti við sjá­um í stöðunni,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, að lokn­um fundi full­trúa Bjartr­ar framtíðar, Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna sem lauk upp úr kl. 12:30 í dag. Full­trú­ar flokk­anna voru sam­mála um að umræðurn­ar hefðu verið góðar og já­kvæðar og hafa þeir ákveðið að funda aft­ur á fimmtu­dag­inn. 

Frétt mbl.is: Ræða mögu­lega vinstri stjórn

„Okk­ur í VG fannst mjög mik­il­vægt að við sæt­um öll við borðið og þeirri ósk var bara vel tekið af hinum flokk­un­um,“ sagði Katrín. Flokk­arn­ir hefðu unnið vel sam­an í stjórn­ar­and­stöðu og sam­stöðuflet­irn­ir væru fleiri en þeir sem sundra, „það var í raun veru andi þessa fund­ar.“ 

Ræddu stóru lín­urn­ar í áherslu­mál­um flokk­anna

Full­trú­ar hinna flokk­anna tóku í svipaðan streng og Katrín og sagði Odd­ný Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars að hér væru á ferðinni flokk­ar sem vildu um­bæt­ur á næsta kjör­tíma­bili. „Við náum von­andi sam­an um það, þetta var fínn fund­ur og við höld­um áfram að tala sam­an,“ sagði Odd­ný.

Spurð hvort ein­hver mál efðui verið frek­ar rædd en önn­ur á fund­in­um sagði Odd­ný að farið hefði verið yfir stóru lín­urn­ar í áherslu­mál­um flokk­anna og að þær féllu nokkuð vel sam­an. „Við hitt­umst öll fjög­ur eft­ir nokkra daga og för­um yfir stöðuna eft­ir að hafa rætt við okk­ar fólk,“ bætti Odd­ný við. 

Vilja ekki fúsk og valda­stúss

„Það er alla­vega að mörgu leyti góður sam­hljóm­ur en eins og við höf­um lagt áherslu á í Bjartri framtíð vilj­um við al­menni­leg vinnu­brögð, vilj­um ekki vera með fúsk og það er mik­il­vægt að við höld­um því líka til haga í þess­ari vinnu,“ sagði þá Óttar Proppé, formaður Bjartr­ar framtíðar að fundi lokn­um. Aðal­atriðið væri að gera vel fyr­ir land og þjóð og ekki neitt „valda­stúss.“

Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Smári McCart­hy ræðast við eftir …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, Ótt­arr Proppé og Smári McCart­hy ræðast við eft­ir fund­inn. mbl.is/​Golli

„Þess­ir flokk­ar hafa auðvitað verið að vinna sam­an og það er kannski eðli­legt að við höld­um því sam­tali áfram eins og við erum að gera núna,“ sagði Óttar jafn­framt en benti á að vissu­lega yrðu þess­ir flokk­ar að fá kosn­ingu til að svo gæti orðið. „Al­menn­ing­ur kýs á laug­ar­dag­inn og hann hef­ur loka­orðið um allt sem ger­ist.“

Þegar sögu­leg­ur fund­ur

„Auðvitað er það þannig að ástæðan fyr­ir því að við höf­um viljað ræða sam­an fyr­ir kosn­ing­ar er sú að við get­um boðið okk­ar kjós­end­um uppá að sjá bæði það sem við get­um unnið að með öðrum, og ef að það kem­ur til þess að við þurf­um að fara í ein­hverj­ar mála­miðlan­ir, að þá liggi það bara fyr­ir fyr­ir kosn­ing­ar,“ sagði þá Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata.

Birgitta seg­ir fund­inn og viðræður flokk­anna nú þegar vera sögu­leg­an en aldrei hafi áður átt sér stað sams kon­ar sam­tal fyr­ir opn­um tjöld­um áður en gengið er til kosn­inga. 

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, að …
Odd­ný Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, að lokn­um fundi á Lækj­ar­brekku í dag. mbl.is/​Golli

„Kjós­end­ur gera meiri og meira kröf­ur um það að þeir fái tæki­færi til þess að vita hvað þeir eru að kjósa þegar þeir fara í kjör­klef­ann. Marg­ir verða fyr­ir von­brigðum þegar það kem­ur í ljós að þeir hafa óvart kosið flokk sem þeir vilja alls ekki fá í rík­is­stjórn,“ sagði Birgitta jafn­framt. Þannig vilji Pírat­ar sýna það í verki að þeir vilji gagn­særri stjórn­sýslu en það vilji mjög marg­ir, meðal ann­ars þeir flokk­ar sem funduðu í dag.

Þá sagði Birgitta sömu­leiðis mik­il­vægt að hafa hug­fast að flokk­arn­ir væru með þessu sam­tali ekki að mynda rík­is­stjórn. „Þá vær­um við ein­mitt að tala um embætti og eitt­hvað svo­leiðis. Ekk­ert slíkt hef­ur verið rætt og verður ekki rætt fyrr en eft­ir kosn­ing­ar,“ út­skýrði Birgitta.

Frétt mbl.is: „Ekki að fara að mynda stjórn núna“

Viðreisn kaus að fara aðra leið

„Viðreisn fékk ná­kvæm­lega sama boð og all­ir hinir og Viðreisn hafnaði því að vilja hitta okk­ur,“ svaraði Birgitta spurn­ingu frétta­manns RÚV um hvers vegna Viðreisn tæki ekki þátt í sam­ræðunum, en á sama tíma og flokk­arn­ir fjór­ir funduðu í dag hélt Viðreisn blaðamanna­fund um áhersl­ur og stefnu flokks­ins.

Frétt mbl.is: Viðreisn sýn­ir spil­in fyr­ir kosn­ing­ar

„Að sjálf­sögðu hefðu þeir getað komið á þenn­an fund í dag en ákváðu að hafa blaðamanna­fund ein­ir og sér þar sem þeir í raun og veru eru að opna sig fyr­ir sam­starfi með öll­um, meðal ann­ars Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn,“ sagði Birgitta jafn­framt. „Við vilj­um bara að það séu skýr­ar lín­ur og mér sýn­ist lang­flest­ir flokk­ar vilja það sem hér eru.“

Næsti fund­ur flokk­anna fjög­urra verður lík­lega um svipað leyti á fimmtu­dag, að öll­um lík­ind­um einnig í veit­inga­saln­um Litlu Brekku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert