Viðreisn útilokar engan flokk

Benedikt Jóhannesson, formaður og stofnandi Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður og stofnandi Viðreisnar. mbl.is/Golli

„Við leggj­um mjög mikla áherslu á það að rík­is­sjóður verði halla­laus. Það versta sem hægt væri að gera ís­lensku þjóðinni væri að skuld­setja hana meira í góðæri,“ sagði Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, í sam­tali við mbl.is í kjöl­far blaðamanna­fund­ar sem Viðreisn boðaði til í há­deg­inu í dag. 

Á fund­in­um var kynnt ít­ar­leg áætl­un um breyt­ing­ar á út­gjalda-og tekjuliðum, sem Viðreisn stefn­ir á að fram­kvæma á kom­andi kjör­tíma­bili, þar sem út­listað var hvernig hver út­gjalda­aukn­ing yrði fjár­mögnuð. Bene­dikt seg­ir að ábyrgð í rík­is­fjár­mál­um sé skil­yrði Viðreisn­ar fyr­ir stjórn­ar­mynd­un. 

Frétt mbl.is: Viðreisn sýn­ir spil­in fyr­ir kosn­ing­ar

„Það er rík krafa frá okk­ur að menn sýni ábyrgð í rík­is­rekstri því við töl­um um stöðug­leika með því að festa gengið en sá stöðug­leiki verður fyr­ir bí ef við höf­um ekki sam­vinnu vinnu­markaðar­ins ann­ars veg­ar og hins­veg­ar ef rík­is­sjóður sýn­ir ekki ábyrgð. Ef ein­hver skerst úr leik þá klikk­ar allt kerfið.“

Viðreisn er fyrst­ur flokka fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar til að setja fram ít­ar­leg áætl­un um fjár­mögn­un­ar­hlið kosn­ingalof­orða og von­ar Bene­dikt að hug­mynd­in setji ákveðið for­dæmi.

„Það væri skemmti­legt ef fleiri tækju upp þessa hug­mynd í stað þess að lofa upp í erm­ina á sér og erm­ar kjós­enda al­mennt. Við sjá­um hefðbundnu stjórn­mála­flokk­ana setja fram lof­orð og sum­ir hafa jafn­vel sett verðmiða á lof­orðin. Við setj­um hins­veg­ar fram áætl­un sem til­tek­ur í smá­atriðum hvað sé sett í hvern mála­flokk og hvernig eigi að borga fyr­ir það.“

Til­bú­in að vinna með sér­hverj­um flokki

Fyr­ir tæpri viku vakti at­hygli þegar Bene­dikt sagði að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks, og Við­reisn­ar kæmi ekki til greina eft­ir kosn­ing­ar og túlkuðu sum­ir um­mæl­in þannig að Viðreisn hafnaði sam­starfi með hvor­um flokki fyr­ir sig. Spurður um af­stöðu til stjórn­ar­mynd­un­ar seg­ir Bene­dikt að Viðreisn úti­loki ekki einn eða neinn, um­mæl­in hafi aðeins átt við sam­starf með báðum nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­um. 

Frétt mbl.is: Fara ekki í sam­starf með stjórn­ar­flokk­un­um

„Við höf­um lagt mikla áherslu á það að við vær­um til­bú­in að vinna með sér­hverj­um flokki hvort sem það er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Vinstri-græn, Sam­fylk­ing­in, Björt framtíð eða Pírat­ar svo maður telji þá alla upp.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert