Kenna forritun í grunnskólum

Skema
Skema

Nýverið skrifuðu Skema og CCP undir tveggja ára samstarfssamning en með þeim samning er CCP að styðja við verkefni sem snýr að innleiðingu á kennslu í forritun inn í grunn- og framhaldsskóla landsins.

CCP mun einnig vera virkur þátttakandi á námskeiðum Skema til að gefa nemendunum sýn inn í heim forritarans, segir í fréttatilkynningu.

 Telur Skema, samkvæmt fréttatilkynningu að þjálfa þurfi upp næstu kynslóð og efla tölvufærni barna í þágu þverfaglegrar hæfni þeirra í framtíðinni.

„ Við erum ekki einungis að kenna forritun heldur gefa kennurum og nemendum tækifæri á að útvíkka kennsluaðferðir og nýta forritunarþekkinguna til að leysa verkefni í öðrum námsgreinum.  Þar með væru börnin að fá skilvirka og skemmtilega sýn inn í það nám sem þau stunda í dag.  

Til stuðnings þá hafa börn á námskeiðum hjá Skema sýnt mikinn áhuga, verið ótrúlega fljót að meðtaka kennsluna og sérstaklega áhugavert að sjá hvað börn með greiningar líkt og ADHD, lesblindu, aspergen eða einhverfu eru að blómstra í þessu umhverfi,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert