Bændur með Google-gleraugu

Google gleraugu.
Google gleraugu. AFP

Eigendur Google-gleraugna hafa sumir hverjir orðið fyrir aðkasti kjósi þeir að bera þau á meðal almennings. Er það meðal annars vegna þess að fólki stendur ógn af þessum tæknivæddu gleraugum. Hver veit því nema gleraugun nýtist best þar sem fáir sjá þau, í fjósinu.

Á vefsvæði Landssambands kúabænda segir að kominn sé búnaður fyrir Google-gleraugun sem sé sérsniðinn fyrir kúabúskap. „Búnaðurinn virkar þannig að bóndanum nægir að horfa á kú í fjósinu og geta gleraugun lesið af eyrnamerki kýrinnar. Svo getur bóndinn, með auganu, valið ýmsa skráningarþætti í skýrsluhaldi og t.d. lesið hvenær vænta megi beiðsli [og] síðustu dagsnyt,“ segir í fréttinni.

Einnig að búnaðurinn sé þegar til sölu í Hollandi þar sem bændur eru hvattir til að kaupa sér Google-gleraugu. Því er spurning hvort gleraugun henti ekki eins íslenskum kúabændum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert