Ljúffengt lasagna í papriku

Pastalaust lasagna í papriku.
Pastalaust lasagna í papriku. Eggert Jóhannesson

Þessi uppskrift er mjög girnileg en er laus við pasta og er því glútenlaus og inniheldur mun færri kolvetni en hefðbundið lasagna. Máltíðin er svo fullkomnuð með góðu salati.

Uppskriftina má vel gera vegan svo allir í fjölskyldunni ættu að geta notið þess að borða saman. Ef það eru paprikuhatarar í hópnum (það kemur á óvart hversu margir þeir eru) má setja kjötfyllinguna í lítið eldfast mót á borð við bollakökuform fyrir viðkomandi.

Uppskriftin dugar fyrir 2 - 3 fullorðna. Vegan-valmöguleika má sjá
innan sviga.

Innihald
3 paprikur (helst rauðar)
3 msk. olía
½ hvítlaukur
1 lítill laukur
300 g hakk (eða soðnar rauðar linsur)
½ dós hakkaðir tómatar
3 msk. tómatpúrra
1 msk. ítalskt krydd
1 msk. kjöt- eða grillkrydd
Rifinn ostur eða fetaostur (vegan-ostur eða næringarger til að toppa)
½ búnt fersk basilíka
1 lítil dós kotasæla (vegan-rjómaostur)
Furuhnetur til að toppa með

1. Skolið og þerrið paprikurnar. Skerið þær í tvennt á lengdina og hreinsið að innan. Penslið eldfast mót með olíu og leggið paprikurnar í.

2. Saxið laukinn og hvítlaukinn og brúnið upp úr olíu. Því næst fer hakkið saman við. Steikið hakkið á miðlungshita í um 10 mínútur. Ef nota á linsur eru þær eldaðar sér og settar út í sósuna þegar hún er tilbúin.

3. Hellið tómötunum og púrrunni saman við hakk- og laukblönduna og látið malla á miðlungshita.

4. Kryddið blönduna með saxaðri ferskri basilíku, kjöt- eða grillkryddi og ítölsku kryddi. Bætið við salti og pipar eftir smekk.

5. Setjið fyllinguna með skeið í paprikurnar en gætið þess að skilja eftir pláss fyrir kotasæluna (vegan-rjómaostinn).

6. Toppið með 1 msk. af kotasælu (vegan-rjómaosti).

7. Stráið osti yfir, 1 tsk. af furuhnetum ofan á ostinn og bakið í miðjum ofninum á 180° í 20 mín. eða þar til osturinn er tekinn að gyllast.

Lasagna í papriku er dásamlega djúsí en laust við kolvetnaríkt …
Lasagna í papriku er dásamlega djúsí en laust við kolvetnaríkt pasta. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert