Virkilega svalar konudagsgjafir

í Mad Men-þáttunum eru karöflur stöðutákn og skrifstofustáss. Þær eru …
í Mad Men-þáttunum eru karöflur stöðutákn og skrifstofustáss. Þær eru einnig prýðiskonudagsgjöf handa svölum píum. abc.com

Konudagurinn er á morgun og því ekki seinna vænna en að finna fallega og hugulsama gjöf handa konunni í þínu lífi. Sé hún gourmet-unnandi getum við ef til vill hjálpað til en hér gefur á að líta nokkrar girnilega hugmyndir. Svo skal heldur aldrei vanmeta hlýtt faðmlag og blómvönd eða heimagerðan morgunverð.

progastro.is

Mad-woman karöflur 
Karöflur eru smart gjöf en þær eru vinsælt stofustáss eða jafnvel skrifstofustáss líkt og tíðkaðist á árum áður. Í sjónvarpsþáttunum vinsælu Mad Men máttu menn vart ganga inn á skrifstofu án þess að tekin væri karafla og gylltum vökva skenkt ofan í mannskapinn. Karöflur eru klassísk og falleg gjöf. Ekki er verra ef búið er að setja gúmmelaði í þær.
Smart karöflur fást víða en þessi er frá Progastro og kostar 18.900 kr með tveimur glösum.

stealing-beauty.com

Elskar hún sæta ilmi og bollakökur?
Hvernig væri að kaupa fallega bollaköku í næsta bakaríi og þennan dísæta nýja ilm sem líkist bollaköku í hönnun. Takið eftir bollakökuforminu og kreminu ofan á glasinu. Ilmurinn fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum og kallast Viva La Jucy Sucré.

Tobba Marinós/mbl.is

Brjálað smartir brons-bollar
Moscow mule er einn vinsælasti kokteill heims enda stórkostlega ljúffengur. Kokteillinn er gjarnan borinn fram í bronsmálum sem þessu en slík mál halda drykknum köldum lengur – nú eða heitum ef bjóða á upp á kakó eða annað heitt gúmmelaði. Þessir bollar fást hjá Snúrunni og kosta 2.890 kr. Smart væri að lauma konfekt-molum ofan í bollann og pakka honum lekkert inn.

epal.is

Vatnsflaska sem telur hversu mikið er drukkið
Vatn er hollt og gott að drekka vel af vatni en margir fylgjast ekki með hvað þeir innbyrða af vatni á dag. Nýjasta hönnunin frá Joseph Joseph er tilvalin gjöf fyrir þá sem vilja drekka meira vatn. Punktakerfið í tappa flöskunnar telur hversu margir lítrar eru drukknir yfir daginn. Ein doppa eru 600 ml en 4 doppur eru 2,4 lítrar – frábær hvatning að betri vatnsdrykkju. Flaskan fæst meðal annars í Epal.

vinbudin.is

Rómeo og Júlíu-léttvínstvenna 
Það er klassískt að gefa góða léttvínsflösku í konudagsgjöf. Þessi tvenna tekur hugmyndina upp á krúttlegra plan og gefur til kynna að viðkomandi hafi haft ást í huga. 
Verð: 5.099 kr.

epal.is

Love-lakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er ómótstæðilegur og um leið hin fullkomna tækifærisgjöf handa ástinni þinni. Krukkan kostar 1.300 kr. í Epal.

Skjáskot - Kitchn

Girnilegur heimagerður morgunverður 
Ekki vanmeta góðan morgunverð. Hér er uppskriftin af fullkomnum konudags-morgunverði.

Sushi-námskeið
Sushi Social fór nýverið að bjóða upp á sushi-námskeið sem hafa slegið í gegn. Á námskeiðinu er farið í almenna sushi fræðslu, þátttakendur læra að rúlla sínar eigin maki-rúllur, smakkaðar eru fjölbreyttar tegundir af sushi og það parað með vínglasi, bjór eða sake. Fullkomin kvöldstund fyrir konur sem elska sushi! Námskeiðið kostar 6.900 krónur á mann.

Hvað langar hana í í kvöldverð?
Prentaðu út nokkrar uppskriftir og leyfðu henni að velja hvað þú eldar í kvöldmatinn. Það þarf ekki að vera fólkið. Ef þú ert engin/n meistarakokkur mun hún meta það jafnvel meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert