Færeyingar fengu flest verðlaun

Íslenski hópurinn á rauða dreglinum við ráðhúsið í Kaupmannahöfn.
Íslenski hópurinn á rauða dreglinum við ráðhúsið í Kaupmannahöfn. mbl.is/þs

Mikið var um dýrðir í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn þegar Norrænu matarverlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í fyrsta skipti. Verðlaunin, sem hafa hlotið nafnið Embla, eru veitt í sex flokkum og var fríður hópur Íslendinga tilnefndur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var meðal þeirra sem afhentu verðlaun en Marie prinsessa var einnig á svæðinu til að veita verðlaun.

Veitt voru verðlaun í sjö flokkum og tilnefndir voru meðal annars Vakandi í flokki tileinkuðum æskunni,  Saltverk fyrir framúrskarandi handbragð og vöru, Eldum rétt fyrir fjöldaframleiðslu á mat, Íslenskt lambakjöt fyrir kynningu á norrænni matvöru, Siglufjörður sem besti mataráfangastaðurinn, Friðheimar sem besti matarframleiðandinn og Pure Natura fyrir bestu matarfrumkvöðlastarfsemina.

Það voru Færeyingar sem hlutu flest verðlaun eða þrenn talsins, Svíar hlutu ein, Álandseyjar hlutu ein, Finnar ein og Norðmenn ein. Það voru því einungis Danir og Íslendingar sem fengu engin verðlaun að þessu sinni.

Athöfnin var öll hin glæsilegasta og var það mál manna að verðlaunin væru löngu tímabær og myndu auka enn á norrænt samstarf og styðja við bakið á spennandi frumkvöðlastarfsemi á sviði matar og matarþróunar á Norðurlöndunum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sá um að veita verðlaun á hátíðinni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sá um að veita verðlaun á hátíðinni. mbl.is/þs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert