Besta leiðin til að þrífa ísskápinn

Það er enginn afsláttur gefinn þegar þrífa á ísskápinn.
Það er enginn afsláttur gefinn þegar þrífa á ísskápinn. mbl.is/Getty Images

Það tekur mun minni tíma en við höldum að þrífa ísskápinn – geymslustaðinn fyrir allan þann mat sem við látum ofan í okkur. Við eigum það til að mikla þetta verk fyrir okkur þegar það tekur ekki nema 15 mínútur í framkvæmd. Við mælum með að þrífa matarleifar og annað sem sullast til í ísskápnum jafnóðum og þurrka reglulega úr hillum. Hér eru nokkur ráð um hvernig við losum okkur við bakteríur úr mikilvægasta skáp heimilisins.

  1. Byrjið á því að tæma ísskápinn. Farið yfir hvaða matvörur eru runnar út á dagsetningu og hendið. Setjið restina af matvörunum í bala og stillið út fyrir ef veður leyfir.
  2. Slökkvið á ísskápnum. Það er möguleiki á að klaki eða annað muni bráðna og þá er gott að vera viðbúinn með ílát eða gamlar tuskur.
  3. Takið allar hillur, plötur og skúffur út og þvoið vel með heitu vatni og sápu. Það má einnig blanda smávegis af Rodalon í vatnið ef ísskápurinn var farinn að lykta.
  4. Mikilvægt er að hreinsa holuna/síuna sem er aftast í ísskápnum, þar sem vatn lekur niður í. Þar gætu matarleifar hafa læðst ofan í sem er gott að hreinsa áður en fer að mygla.
  5. Þurrkið vel af öllum hliðum skápsins og gúmmílistum því þar eiga bakteríur til að grassera.
  6. Þrífið einnig skápinn að utan og munið eftir handfanginu sem reyndar má þrífa í það minnsta tvisvar í viku eða oftar eftir þörfum. Strjúkið líka ofan á skápnum því þar liggur alveg klárlega gott lag af ryki. Síðan má ryksuga skápinn að aftan.
  7. Setjið að lokum skúffur og hillur aftur inn og lokið ísskápnum. Þegar þú hefur þurrkað ísskápinn vel að innan og utan máttu stinga honum aftur í samband og raða matvörunum aftur inn.
Þessi ísskápur er til fyrirmyndar. Takið eftir loftþéttu nestisboxunum sem …
Þessi ísskápur er til fyrirmyndar. Takið eftir loftþéttu nestisboxunum sem notuð eru til geymslu á matvöru, það minnkar óþef. mbl.is/pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert