Töfratuskurnar sem bjarga heimilislhaldinu

Microfiber-tuskur eru gargandi snilld í þrifum.
Microfiber-tuskur eru gargandi snilld í þrifum. mbl.is/FotoDuets/Getty Images

Við elskum örtrefjaklúta, því þeir reynast ótrúlega vel í að sópa burt bakteríum sem við svo skolum út undir krananum. En það má nota klútana á ýmsa aðra staði en á eldhúsbekknum sem við höfum tekið saman hér fyrir neðan.

Heldur þyngd sinni í vökva og meira til
Vissir þú að örtrefjaklútur getur haldið sexfaldri þyngd sinni í vökva? Næst þegar þú sullar niður vökva skaltu teygja þig strax í tuskuna og þurrka upp bleytuna – skolaðu svo klútinn og haltu áfram að þurrka upp.

Síminn
Eitt af því sem úir og grúir af bakteríum og ver eflaust eins miklum tíma í eldhúsinu og þú er síminn þinn. Svo ekki sé minnst á ef litlir puttar eru að handleika símann í You-tube áhorfi. Örtrefjaklútur mun þrífa bakteríurnar bak og burt með einni stroku fyrir utan hvað skjárinn á símanum þínum verður glansandi fínn.

Engar rákir
Leggðu frá þér eldhúsrúlluna! Þessi vísa er aldrei of oft kveðin því örtrefjaklútur mun alltaf framkvæma verkið betur en pappírinn, svo ekki sé minnst á að tuskan er miklu betri fyrir umhverfið.

Viðargólf
Við vitum að það eru alls konar bannmerki þegar kemur að því að þrífa viðargólf – ekki of mikið vatn og ekki nein hreinsiefni. En hvað er þá til ráða? Byrjið á því að ryksuga gólfið, takið því næst örtrefjaklút og moppið yfir og þurrkið yfir í lokin með hreinum og þurrum örtrefjaklút.

Skartgripir
Hér er tuskan að koma enn eina ferðina að góðum notum. Ef skartið er farið að láta á sjá má fríska upp á það með örtrefjaklút, jafnvel nota smá sápuvatn til að fá extra glansandi áferð.

Þú losnar við allar bakteríur á símanum með einni stroku …
Þú losnar við allar bakteríur á símanum með einni stroku með klútnum. mbl.is/Monkey Business Images/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert