Sex ástæður fyrir því að sleppa kaffidrykkju

Ertu koffín-fíkill?
Ertu koffín-fíkill? mbl.is/Panthermedia

Er fræðilegur möguleiki að sleppa góðum kaffibolla yfir daginn? Það er munur á því hvort við drekkum einn bolla yfir daginn eða sitjum að sötri langt fram eftir degi. Hér eru nokkrar góðar ástæður sem við getum haft bak við eyrað.

Kvíði
Koffín getur virkað mjög örvandi á ákveðin hormón í líkamanum sem getur ýtt undir kvíða og taugaveiklun – eitthvað sem við viljum helst ekki upplifa.

Svefn
Ef þú sleppir koffíndrykkju fyrir háttatímann (í það minnsta 6 tímum áður), þá muntu klárlega sofa betur og þar fyrir utan verður auðveldara fyrir þig að sofna. 

Tennur
Kaffi og te innihalda koffín sem geta litað tennurnar, sama gildir um koffínríka gosdrykki.

Hormónar
Án koffíns nærðu betra hormónajafnvægi í líkamanum en koffín getur haft áhrif á estrógenmagn hjá konum. Áhugaverð rannsókn frá árinu 2012 sýndi fram á að ef konur drukku tvo bolla af kaffi á dag leiddi það til aukinnar virkni estrógens í asískum konum en það lækkaði lítilega hjá hvítum konum. Áhugavert!

Blóðþrýstingur
Koffín getur aukið blóðþrýsting í líkamanum sem er óþægileg líðan.

Þar fyrir utan..
Ef þú sleppir alveg koffíndrykkju eru meiri líkur á að þú náir að nýta betur önnur næringarefni í líkamanum. Eitthvað gefur til kynna að koffín geti skemmt fyrir upptöku kalsíum, járns og B-vítamíns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert