Geggjað humarsalat í brauði

Hversu girnilegt! Humarsalat í pylsubrauði er algjört sælgæti.
Hversu girnilegt! Humarsalat í pylsubrauði er algjört sælgæti. mbl.is/Winnie Methmann

Hér bjóðum við upp á alveg meiri háttar humarrétt sem borinn er fram í pylsubrauði. Þessi hentar í brönsinn, kvöldmatinn, vinkvennahittinginn eða við það tækifæri þegar þig lystir.

Geggjað humarsalat í pylsubrauði

  • 300 g humar
  • 1 sellerí
  • 1 dl gott majónes
  • 1 msk. sítrónusafi
  • Salt og pipar
  • 1 búnt af grænum aspas
  • 1 gúrka
  • ½ sítróna
  • Handfylli ferskt dill
  • 8 pylsubrauð
  • Iceberg salat
  • Aðferð:

    1. Fjarlægið humarinn úr skelinni og hreinsið.
    2. Skerið sellerí í þunnar skífur. Blandið saman sellerí, majónesi, sítrónusafa, salti og pipar ásamt humarhölum.
    3. Skolið aspasinn og brjótið endann af. Notið kartöfluskrælara til að skræla aspasinn niður.
    4. Skolið gúrkuna og skerið hana líka með kartöfluskrælara.
    5. Blandið aspas og gúrku saman í skál og pressið sítrónusafa yfir. Hakkið dill smátt og blandið saman við.
    6. Hitið pylsubrauðin og skerið salatið. Fyllið pylsubrauðin með iceberg salati, humarsalati, aspas-gúrku-salatinu. Berið fram strax.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert
    Loka