Smjörsprautuð kalkúnabringa með trufluðu meðlæti

Smjörsprautuð kalkúnabringa með brúnuðum kartöflum, kalkúnasósu, hátíðarsalati, fyllingu með beikoni og döðlum og smjörsteiktum strengjabaunum.

  • smjörsprautuð  kalkúnabringa frá Hagkaup
  • smjör
  • perlulaukur
  • rósmarín
  • kartöflugljái frá Hagkaup
  • forsoðnar kartöflur
  • strengjabaunir
  • kalkúnafylling með eplum og beikoni frá Hagkaup
  • hátíðarsalat með piparrót og trönuberjum
  • kalkúnasósa frá Hagkaup

Hitið smjör á pönnu og snöggsteikið kalkúnabringuna í 2 mínútur á hvorri hlið. 

Skerið niður perlulauk og setjið á pönnuna ásamt rósmarín.

Takið kalkúnabringuna af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið því sem afgangs var á pönnunni yfir kalkúninn og stingið inn í ofn á 180 gráður. 

Takið því næst kartöflugljáa og setjið í pott ásamt forsoðnum kartöflum og hitið upp. 

Bræðið smjör á pönnu og steikið baunirnar. Saltið og piprið eftir smekk. hitið kalkúnafyllinguna upp í potti. 

Takið kalkúnabringuna úr ofninum og látið kjötið hvíla í 10 mínútur. 

Hitið Kalkúnasósuna upp í potti.

Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með öllu meðlætinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert