Draumavikumatseðillinn hennar Dórótheu

Dóróthea Ármann á heiður af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún …
Dóróthea Ármann á heiður af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún er aðstoðarframkvæmdastjóri Friðheima og stendur að baki Vínstofu Friðheima ásamt manni sínum Kristjáni Geir Gunnarssyni og foreldrum Dórótheu.

Dóróthea Ármann matgæðingur á heiðurinn af matseðli vikunnar. Hún er aðstoðarframkvæmdastjóri Friðheima og stendur að baki Vínstofu Friðheima ásamt manni sínum Kristjáni Geir Gunnarssyni og foreldrum Dórótheu.

Hanna vín- og matarupplifun með sögustund

Vínstofa Friðheima opnaði í júní, en hún er staðsett í elsta gróðurhúsi Friðheima og er vín- og vinnustofa þar sem boðið er upp á létta rétti og úrval gæðavína ásamt öðrum drykkjum. Vínstofan býr yfir þremur fundarherbergjum sem má bæði nýta í fundarhöld, vinnustofur og matar-og vínupplifun. Þar hafa nú þegar verið vel heppnaðir KK og GDRN tónleikar, og fleiri spennandi viðburðir eru á dagskránni. Sá næsti eru tónleikar með Gissuri Páli og Árna Heiðari þann 10. nóvember. Verkefni haustsins eru svo m.a. að hanna vín- og matarupplifun með sögustund, bæta nýjum og spennandi réttum á matseðilinn og setja skemmtilega viðburði í loftið.

Mynda teymi hamfarakokka

„Ég hef lengi haft ástríðu fyrir matargerð sem hefur bara aukist eftir að 2ja ára sonur minn fór að sýna eldhúsinu mikinn áhuga. Hann tekur undantekningarlaust þátt í eldamennskunni og smakkar og hrærir að mikilli list. Við myndum gott teymi hamfarakokka en frágangur er ekki okkar sterka hlið, þar kemur Kristján inn eins og stormsveipur. Mér finnst mjög gaman að nostra við matinn og bjóða fólki heim í mat, en líka gott að geta skellt í eitthvað fljótlegt og einfalt. Ég er hrifin af því að nota fá en góð gæðahráefni, helst úr nærumhverfi og ég bý auðvitað yfir þeim forréttindum að hafa alltaf góðan aðgang að fersku grænmeti, sem ég nýti mér óspart í minni matargerð,“ segir Dóróthea og brosir.

Dóróthea setti saman draumamatseðilinn sinn fyrir lesendur matarvefsins sem er sannkallaður sælkeraseðill sem ljúft er að njóta.

Mánudagur – Pönnusteikt rauðspretta með smælki

„Við borðum fisk að minnsta kosti tvisvar í viku. Fiskur er mitt uppáhald hráefni því það er svo einfalt og fljótlegt að galdra úr honum veislumáltíð og hér er uppskrift af einni slíkri sem býður upp á mjúka lendingu eftir helgina.“

Ljúffeng pönnusteikt rauðspretta með smælki.
Ljúffeng pönnusteikt rauðspretta með smælki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þriðjudagur – Frönsk og frábær lauksúpa

„Ég elska súpur og þá sérstaklega þegar skammdegið færist yfir, haustið er hin fullkomna súpuárstíð.“

Ekta frönsk lauksúpa sem steinliggur.
Ekta frönsk lauksúpa sem steinliggur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvikudagur – Ljúffengt tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlu

„Síðan ég man eftir mér hefur „comfort“ réttur fjölskyldunnar verið pasta með helling af piccolo tómötum, basilíku og stundum túnfiski, eitthvað sem er auðvelt að galdra fram eftir því hvað til er í ísskápnum. Hjá okkur eru alltaf til tómatar og því er þetta okkar „go-to“ réttur bæði þegar við erum ekki í stuði til að elda og þegar þarf að vippa upp matarboði með ekkert í ísskápnum.“

Ljúffengt tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlu þar sem bragðlaukarnir fá …
Ljúffengt tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlu þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Fimmtudagur – Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitarosti

„Ég er heppin að eiga tengdafjölskyldu sem stundar mikla silungsveiði á sumrin og kemur stundum með aflann heim. Það gerir máltíðina svo extra sérstaka að elda heimaveiddan fisk og heimaræktað grænmeti.“

Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitarosti sem bragð er af.
Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitarosti sem bragð er af. mbl.is/Kristinn Magnússon

Föstudagur – Óður til nafnlausa pitsastaðarins

„Er ekki föstudagspitsan skylda?“

Æðisleg kartöflupitsa.
Æðisleg kartöflupitsa. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Laugardagur – Guðdómlegt grænmetislasagna

 „Lasagna er sá réttur sem ég elska að nostra við þegar ég hef tímann til þess. Ég hef ekki borðað kjöt í mörg ár svo grænmetislasagna er alltaf fyrir valinu hjá mér, og mín fjölskylda sver það að það er betra en venjulegt og ég er sammála.“

Guðdómlega gott grænmetislasagna.
Guðdómlega gott grænmetislasagna. Ljósmynd/Hanna Þóra

Sunnudagur – Fetabaka

„Á sunnudögum finnst mér oft gaman að prufa eitthvað nýtt, taka daginn í að hugsa um matinn og undirbúa og þessi hérna uppskrift lítur ekkert smá spennandi út.“

Þessi fetabaka á eftir að slá í gegn.
Þessi fetabaka á eftir að slá í gegn. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert