Kjúklinga- og hrísgrjónakarríréttur í ofni

Þessi kjúklinga- og hrísgrjónaréttur með karrí er ekta heimilismatur þar …
Þessi kjúklinga- og hrísgrjónaréttur með karrí er ekta heimilismatur þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Bragðgóður og saðsamur réttur sem allir elska. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þennan rétt tekur stutta tíma að útbúa auk þess sem það er svo frábært að vera með allt í einu fati. Þetta er ekta heimilismatur þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Þessa uppskrift er að finna á heimasíðunni Gerum daginn girnilegan en þar er að finna margar girnilegar uppskriftir sem allir ráða við að gera.

Kjúklingur og grjón í karrí

  • 330 g Tilda long grain hrísgrjón
  • 250 ml vatn
  • 250 ml rjómi
  • 250 ml mjólk
  • 2 stk. kjúklingasúpa í dós (2x295 g)
  • 1 msk. karrí
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • 100 g cheddar-ostur
  • 1 stk. pk. Rose Poultry kjúklingalundir
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
  • Ólífuolía og smjör

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.
  2. Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrí, kjúklingasúpum, 100 g af cheddar-ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.
  3. Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.
  4. Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá það sem eftir er af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.
  5. Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka