Vikumatseðillinn í boði Ebbu Guðnýjar í hollari kantinum

Hin fjölhæfa og skemmtilega Ebba Guðný Guðmundsdóttir á heiðurinn af …
Hin fjölhæfa og skemmtilega Ebba Guðný Guðmundsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er bæði hollur og góður. Ljósmynd/Andy

Hin fjölhæfa og skemmtilega Ebba Guðný Guðmundsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er hollur og góður í alla staði. Ebbu verður jafnan orða vant er spurð hvernig hún vill láta kynna sig.

Kennari, bókarhöfundur, leikkona svo fátt sé nefnt

Hún er kennari að mennt en hefur fengist við margt. Hún hefur haldið fyrirlestra um heilsu og næringu barna og allrar fjölskyldunnar og upp á síðkastið hefur hún verið að halda fjöldann allan af stuttum og hnitmiðuðum fræðslu fyrirlestrum um matarsóun í fyrirtækjum landsins. Þar fer hún yfir hvernig má með einföldum hætti minnka matarsóun heima og nota peninginn í eitthvað skemmtilegra. Þá hefur hún fengist við bókaskrift og bókaútgáfu en bókin hennar Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? hefur verið prentuð 4 sinnum og selst í um 14 þúsund eintökum. Einnig hefur hún fengist við þáttagerð, en hún skrifaði og þátta stýrði Eldað með Ebbu sem sýndir voru á RÚV og gaf út tvær bækur samhliða þeim. Þá lék hún nýlega hlutverk í kvikmyndinni Sumarljós og svo kemur nóttin, sem byggð er á samnefndri verðlauna skáldsögu Jóns Kalmans í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar. Um þessar mundir les hún inn skáldsöguna Litla Kaffihúsið í Kaupmannahöfn sem Ugla útgáfa gefur.

Glútenlausir pitsabotnar

Hið allra nýjasta af nálinni er samstarf hennar og Karenar Jónsdóttur eiganda Kaju Organic við að koma hollum og lífrænum glútenlausum pitsabotnum á markað. Þær fengu styrk frá Nýsköpunarsjóði Haga, Uppsprettunni, til að þróa hugmyndina og koma botnunum sem fyrst á markað.

Ebba hefur mjög gaman að matargerð og hugsar líka vel um hráefnavalið og ekki síst að sporna við matarsóun. „Mér finnst yfirleitt mjög gaman að elda fyrir fjölskylduna eitthvað hollt og gott og sérstaklega gaman að sitja saman, borða og spjalla. En ef ég hef engan tíma, þá er það auðvitað ekki gaman,“ segir Ebba og hlær.

Mánudagur – Linsu- og grænmetissúpa Ebbu

Þessi súpa er fljótleg, holl og ódýr. Ég hef hana oft á mánudögum.

Ebba Guðný býður upp á linsubauna- og grænmetissúpu.
Ebba Guðný býður upp á linsubauna- og grænmetissúpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriðjudagur – Maríneruð bleikja og agúrkusalatsósa

Mér finnst fiskur mjög góður og bleikja hittir alltaf í mark. Mér líst mjög vel á þessa bleikju útgáfu. Fín spariútgáfa og tilbreyting frá minni en þar steiki ég bleikjuna á roðinu (sný fisknum aldrei við) og kreisti mikið af sítrónusafa eða límónusafa yfir flökin og krydda vel með sítrónupipar. Læt svo fiskinn eldast rólega upp en gæti þess að of elda hann ekki.

Girnilega maríneruð bleikja með agúrkusalati.
Girnilega maríneruð bleikja með agúrkusalati. Ljósmynd/Linda Ben

Miðvikudagur – Girnilegur kjúklingaréttur

Þennan kjúklingarétt hef ég gert oft. Hann er fáránlega góður.“

Kjúklingaréttur sem gleður bragðlaukana.
Kjúklingaréttur sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Fimmtudagur – Heimalagðar ítalskar kjötbollur

Hver elskar ekki ítalskar kjötbollur?

Ítalskar heimalagaðar kjötbollur sem bráðna í munni.
Ítalskar heimalagaðar kjötbollur sem bráðna í munni. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Föstudagur - Pítsakvöld

Þessa pítsu geri ég enn þá fyrir alla nema mig en er löngu hætt að nota vínsteinslyftiduft. Það þarf ekkert. Núna borða ég og geri fyrir mig glútenlausa pítsu og það er hún sem er á leiðinni á markað von bráðar í samstarfi við Kaju Organic.“

Hollustu pítsan hennar Ebbu er vinsæl á hennar heimili.
Hollustu pítsan hennar Ebbu er vinsæl á hennar heimili. Ljósmynd/Ebba GuðnýPít

Laugardagur – Ómótstæðilega góð fiskisúpa

Allir heima hjá mér elska fiskisúpur, þessi lítur mjög vel út.

Fiskisúpa af betri gerðinni.
Fiskisúpa af betri gerðinni. Ljósmynd/TM

Sunnudagur - Humarrisotto

Svo finnst mér risotto svo svakalega gott, borða það mikið þegar ég heimsæki Ítalíu. Ég hlakka til að gera þetta risotto.

Humarrisotto að hætti Evu Laufeyjar.
Humarrisotto að hætti Evu Laufeyjar. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert