Húsó-nautakjötssalat með límónu- og engifersósu

Gómsæt og fallegt nautakjötssalat borið fram með salatsósu úr smiðju …
Gómsæt og fallegt nautakjötssalat borið fram með salatsósu úr smiðju Húsó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fast­ur liður á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru Húsó-upp­skrift­irn­ar sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu. Nú er það dýrðlegt Húsó-nautakjötsalat með límónu- og engifersósu sem er fullkomið að bera fram á laugardags- eða sunnudagskvöldi og njóta. Marta María Arn­ars­dótt­ir skólameistari deilir hér uppskriftinni að nautakjötssalatinu með lesendum matarvefsins sem hún lofar að eigi eftir að slá í gegn í næsta matarboði.

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans við Sólvallagötu heldur áfram að …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans við Sólvallagötu heldur áfram að gleðja lesendur matarvefsins með girnilegum og fallegum uppskriftum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Roastbeef

  • Ofnsteikt nautakjöt, þá er valinn meyr biti úr læri eða afturhrygg.
  • 1 ½ – 2 kg nautavöðvi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Matarolía eftir smekk

Aðferð:

  1. Penslið vöðvann með olíu og nuddið salti og pipar vel á kjötið.
  2. Hitið olíu á pönnu og snöggbrúnið kjötið á öllum hliðum við háan hita.
  3. Setjið kjötið á rist í ofnskúffu og steikið í ofni við 150-160°C í 40-60 mínútur á kíló eða þar til kjarnhitinn er um 55°C.
  4. Athugið að láta steikina hvíla utan ofns í 10-20 mínútur áður en hún er skorin.
  5. Skerið í þunnar sneiðar með áleggshníf.
  6. Marínerið í sólarhring í kæli, sjá uppskrift fyrir neðan.
  7. Penslið sneiðarnar með maríneringunni.
  8. Setjið ferskt salat í fat og setjið kjötið sett yfir.
  9. Skerið rauðlaukinn.
  10. Skerið kokkteiltómatana í tvennt og setjið yfir.
  11. Setjið ristuð sesamfræ yfir salatið í lokin.
  12. Skreytið með rifsber ef vill eða því sem hugurinn girnist.
  13. Berið fram með salatsósunni, sjá uppskrift fyrir neðan. 

Marínering

  • 4 hvítlauksgeirar saxaðir
  • 2 tsk. salt
  • 2 tsk. pipar
  • 2 tsk. rifinn límónubörkur
  • 4 msk. sweet chili-sósa
  • 3 tsk. sesamolía

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í skál og hrærið vel saman.
  2. Geymið í ísskáp fyrir notkun.

Sósa með salatinu

  • 4 msk. límónusafi
  • 2 tsk. rifið engifer
  • 1 saxaður skarlottulaukur
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 2 msk. sojasósa
  • 2 dl ólífuolía
  • 3 tsk. sesamolía
  • ½ dl ristuð sesamfræ

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu saman í skál og hrærið. 
  2. Geymið sósuna í kæli fyrir notkun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert