Heimsins bestu Húsó-fiskbollurnar með karrísósu

Húsó-fiskbollurnar bornar fram með fersku salati, karrísósu, grjónum og heimagerðu …
Húsó-fiskbollurnar bornar fram með fersku salati, karrísósu, grjónum og heimagerðu remúlaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að fiskbollum með karrísósu sem mörgum þykja vera heimsins bestu fiskbollur. Með fiskbollunum er gjarnan boðið upp á ferskt salat, grjón, karrísósu og heimalagað remúlaði.

„Hérna í Húsó gerum við stundum nokkrar sósur með matnum, sitt sýnist hverjum og smekkur fólks getur líka verið misjafn þá er gott að hafa val. Matreiðslukennarinn okkar, Guðrún, er iðulega kenna margt í einu og þá eru stundum nokkrar sósur með matnum og nemendur geta prófað sig áfram hvað þeim þykir passa best. Til að mynda getur verið gott að fá sér heimalagað remúlaði með fiskbollunum,“ segir Marta María. Uppskriftina að remúlaðinu má finna í eldri grein hér fyrir neðan.

Húsó-fiskbollur með karrísósu

Fiskbollur

  • 800 g roð og beinlaus fiskur (ýsa eða þorskur)
  • 3 ½ msk. hveiti
  • 3 ½ msk. kartöflumjöl
  • 1 ½ tsk. salt
  • 2 tsk. laukduft eða ½ laukur
  • ¼ tsk. hvítur pipar
  • ½ tsk. paprikuduft
  • 4 dl mjólk
  • 1 egg

Aðferð: 

  1. Skerið fiskinn í litla bita og setjið allt nema egg og mjólk í matvinnsluvél og maukið nokkuð vel.
  2. Bætið tveimur dl af mjólk út í og maukið meira.
  3. Eggið og mjólkin sem er eftir er sett út í og maukað vel.
  4. Mótið bollur með matskeið steikið í góðri olíu með smjörklípu (ef vill) á pönnu við góðan hita.

Karrísósa

  • ½ laukur
  • 2 ½ tsk. karrí
  • 2 msk. smjör
  • 5 dl vatn
  • 1 tsk. fiskkraftur (má nota kjötkraft)
  • 1 dl kalt vatn eða mjólk
  • 3 msk. hveiti

Aðferð:

  1. Saxið lauk, bræðið smjör í potti við vægan hita og látið laukinn og karríið steikjast í smjörinu.
  2. Bætið vatni og fiskkrafti útí og hitið að suðu.
  3. Setjið kalt vatn eða mjólk og hveiti í hristiglas og hristið saman, jafnið sósuna.
  4. Bragðbætið með krafti, karrí eða salti.
  5. Má nota til dæmis kjötsoð í staðinn fyrir vatnið í sósuna ef hún er höfð með soðnu kjöti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert