Dýrðlegur kjúklingur með rjómabernaisesósu

Dýrðlegur þessi ljúffengi kjúklingaréttur. Hér er kjúklingurinn í rjómabernaisesósu sem …
Dýrðlegur þessi ljúffengi kjúklingaréttur. Hér er kjúklingurinn í rjómabernaisesósu sem er kemur skemmtilega á óvart. Ljósmynd/Gott í matinn

Hér er á ferðinni ótrúlega góður kjúklingaréttur í rjómalagaðri bernaisesósu sem kemur skemmtilega á óvart og kemur af uppskriftvef Gott í matinn. Þennan er tilvalið að prófa við fyrsta tækifæri, þessi réttur er líka fullkomin sunnudagskvöldmatur og er ótrúlega einfalt að matreiða.

Kjúklingur með rjómabernaisesósu

Fyrir 4

  • 4 stk. kjúklingabringur, má líka nota úrbeinuð kjúklingalæri

  • 2 msk. smjör til steikingar

  • 500 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn

  • 2 msk. dijon sinnep

  • 4 tsk. estragon

  • 4 tsk. bernaise essens

  • 2 msk. kjúklingakraftur (1 teningur)

  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hit ofninn í 200°C.

  2. Brún kjúklinginn í smjöri á báðum hliðum.

  3. Kryddið til með sjávarsalti og nýmöluðum pipar.

  4. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur í ofni þar til hann er fulleldaður.

  5. Hell matreiðslurjóma í djúpa pönnu, síðan sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti og bernaise essens.

  6. Hit upp að suðu, settu kjúklinginn út í og leyfðu að malla í 5 mínútur við lágan hita.

  7. Berð réttinn fram með hrísgrjónum, steiktu eða fersku grænmeti og heitu snittubrauði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka