Jólabolla BCI til styrktar Mæðrastyrksnefndar

Þann 20. desember næstkomandi fer af stað góðgerða verkefni Barþjónaklúbbs …
Þann 20. desember næstkomandi fer af stað góðgerða verkefni Barþjónaklúbbs Íslands, Jólabolla BCI, og í ár viðburðurinn til styrktar Mæðrastyrksnefndar. Samsett mynd

Þann 20. desember næstkomandi fer af stað góðgerða verkefni Barþjónaklúbbs Íslands sem nefnist Jólabolla BCI, og í ár viðburðurinn til styrktar Mæðrastyrksnefndar.

Viðburðurinn virkar þannig að veitingahús og barir keppast á við hvort annað með því að setja upp jólabollu bás. „Markmið þeirra er að draga sem flesta gesti á sinn bás og reiða fram eins mikið af Bollu og þeir geta á settum tíma. Sá bás/veitingahús sem selur mest af sinni bollu endar svo sem sigurvegari og fær það að verðlaunum þann heiður að veita ágóðann til Mæðrastyrksnefndar,“ segir Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands.

Fer fram á Karólínustofu á Borg Restaurant

Viðburðurinn fer fram á Karólínustofu á Borg Restaurant miðvikudaginn 20. desember næstkomandi kl. 20:00 þar sem yfir 10 staðir etja kappi. Seldir verða drykkjarmiða í dyrunum og þurfa staðirnir að safna þeim saman fyrir talningu í lok kvölds - 1 miði, einn drykkur: 

  • 1 miði= 1.000,-
  • 5 miðar= 4.000,-  
  • 10 miðar= 7.000,- 

„Við ætlum að hafa húllumhæ á meðan Bollunni stendur, vera með lifandi tónlist og skemmtiatriði svo fátt sé nefnt,“ segir Teitur og vonar að hægt verði að veita Mæðrastyrksnefndinni dágóðan styrk eftir kvöldið.

Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert