Kjúklingasúpa saumaklúbbsins sem eykur gleðina

Hér er á ferðinni kjúklingasúpa sem er algjört sælgæti og …
Hér er á ferðinni kjúklingasúpa sem er algjört sælgæti og er upplagt að bjóða upp á í næsta saumaklúbbi. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessi kjúklingasúpa er einstaklega bragðgóð og matarmikil. Uppskriftin er frekar stór og hentar þessi súpa því vel fyrir samveru eins og með saumaklúbbnum eða til að eiga í tvær til þrjár máltíðir. Berglind Hreiðars matarbloggari hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af uppskriftinni en uppskriftin er gerð fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Kjúklingasúpa saumaklúbbsins

  • 1 pk. Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri/bringur eða kjúklingur að eigin vali
  • 2-3 sætar kartöflur (eftir stærð)
  • 2 rauðar paprikur
  • 1 rautt ferskt chili
  • 1 púrrulaukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 flöskur Heinz chili sósa
  • 400 g Philadelphia rjómaostur
  • 700 ml rjómi
  • 900 ml vatn
  • 1 msk. ferskt rósmarín, saxað
  • 1 msk. Fond kjúklingakraftur frá Oscar (fljótandi)
  • Karrí, salt, pipar, cheyenne-pipar, kjúklingakrydd eftir smekk
  • Ólífuolía til steikingar

Aðferð:

  1. Skerið kjúkling í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar, leggið til hliðar á disk á meðan annað er útbúið.
  2. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga.
  3. Skerið papriku í strimla ásamt blaðlauk og saxið bæði chili og hvítlauk.
  4. Steikið grænmetið upp úr ólífuolíu og karrí þar til það byrjar að mýkjast. Kryddið til með salti og pipar.
  5. Hellið þá rjóma, rjómaosti, chilisósum og vatni saman við og blandið þar til þetta er kekkjalaust.
  6. Setjið sætar kartöflur, rósmarín og kjúklingakraft í pottinn og smakkið til með salti, pipar og cheyenne-pipar.
  7. Leyfið að malla í 30-45 mínútur eða þar til kartöflurnar verða mjúkar í gegn. Hellið þá kjúklingnum saman við og hitið áfram stutta stund.
  8. Berið fram með góðu naan-brauði og njótið í góðum félagsskap.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka