Gleðin við völd í opnunarpartí 2Guys

Gleðin var við völd í opnunarpartí 2Guys við Ægissíðu og …
Gleðin var við völd í opnunarpartí 2Guys við Ægissíðu og ilmurinn af smassborgurnum fannst um alla Ægissíðu og út á KR-völl. Samsett mynd

Þriðji veit­ingastaður­inn, 2Guys, opn­aði á föstu­dag­inn 19. janú­ar síðastliðinn við Ægissíðu 123 í Vesturbæ Reykjavíkur við mikinn fögnuð Vest­ur­bæ­ing­a. Opnunarpartí var haldið í tilefni þessa þar sem boðið var upp á smassborgarana sem hafa slegið í gegn. Gestir fjölmenntu og gæddu sér á hamborgurunum.

Markmiðið að bjóða upp á bestu smassborgarana

Markmiðið hefur frá upp­hafi verið að bjóða upp á allra bestu smassborgara sem völ er á, á Íslandi og þótt víðar væri leitað að sögn Hjalta Vignissonar framkvæmdastjóra og eiganda 2Guys. Staðurinn hlaut viður­kenn­ingu Reykja­vík Grapevine 2022 sem „Best newcomer“ í borg­ara­sen­unni og 2023 sem „Best burger of Reykja­vík“ sem er mikill heiður fyrir staðinn.

Hjaltason Special borgarinn með 5 ostsneiðum

Aðspurður segir Hjalti að Hjaltason Special hamborgarinn sé sam­spil frá­bæra úr­vals­hrá­efna ásamt ríf­legu magni af osti, borg­ar­inn inni­held­ur fimm ostsneiðar sem ger­ir hann ein­stak­an. Hjalta­son Special sem er leynd­ar­dóms­fulli borg­arinn, „sectret menu“, og er ekki á mat­seðil held­ur verður fólk að biðja sér­stak­lega um hann. „All­ar sós­ur eru lagaðar frá grunni inn­an­húss, 2Guys teymið býr sjálft til kúl­ur úr kjöt­inu til að smassa það,“ segir Hjalti.

Ljósmyndarinn Morgunblaðsins, Árni Sæberg, mætti á svæðið og fangaði stemninguna á grillinu og inni á staðnum í tilefni opnunarteitisins þar sem gleðin var við völd.

Hakkkúlurnar smassaðar á pönnunni.
Hakkkúlurnar smassaðar á pönnunni. mbl.isYÁrni Sæberg
Fimm ostsneiðar fá að njóta sín á 2Guys hamborgaranum fræga.
Fimm ostsneiðar fá að njóta sín á 2Guys hamborgaranum fræga. mbl.is/Árni Sæberg
Hjalit Vignisson framkvæmdastjóri elskar að smassa borgarana og vera á …
Hjalit Vignisson framkvæmdastjóri elskar að smassa borgarana og vera á grillinu. mbl.is/Árni Sæberg
Sósan er lögðu frá grunni og uppskriftin er sérstaklega gerð …
Sósan er lögðu frá grunni og uppskriftin er sérstaklega gerð fyrir 2Guys hamborgarann. mbl.is/Árni Sæberg
Andreas Peterson meðeigandii Hjalta, Tom veitingastjóri og Hjalti Vignisson framkvæmdastjóri …
Andreas Peterson meðeigandii Hjalta, Tom veitingastjóri og Hjalti Vignisson framkvæmdastjóri og eigandi voru kampakátir á opnuninni. mbl.is/Árni Sæberg
Gestir kunnu vel að meta nýja staðinn og það sem …
Gestir kunnu vel að meta nýja staðinn og það sem koma af grillinu. mbl.is/Árni Sæberg
Eiginkona Hjalta, Sigrún Arna, var sú sem hvatti Hjalta til …
Eiginkona Hjalta, Sigrún Arna, var sú sem hvatti Hjalta til dáða og láta drauminn rætast og opna sinn eigin hamborgarastað. mbl.is/Árni Sæberg
Gleðin var við völd á Ægissíðunni.
Gleðin var við völd á Ægissíðunni. mbl.is/Árni Sæberg
Vestubæingar geta loksins upplifað 2Guys hamborgarann í eigin hverfi.
Vestubæingar geta loksins upplifað 2Guys hamborgarann í eigin hverfi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert