Emmsje Gauti ný rödd Kúmen

Mathöllin Kúmen í Kringlunni hefur fengið nýja rödd, röddina frá …
Mathöllin Kúmen í Kringlunni hefur fengið nýja rödd, röddina frá hinum ástsæla tónlistarmanni Gauta Þey Mássyni eða Emmsje Gauta. Ljósmynd/Emmsje Gauti

Tónlistarunnendur og aðrir glöggir hafa veitt því athygli að mathöllin Kúmen í Kringlunni hefur fengið nýja rödd, sem flestir ættu þó að þekkja. Enda tilheyrir hún engum öðrum en hinum ástsæla tónlistarmanni Gauta Þey Mássyni eða Emmsje Gauta.

Nú er rúmt ár síðan Kúmen opnaði á þriðju hæð Kringlunnar og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. Til að byrja með þótti þó ýmsum eftirsjá að Stjörnutorgi.

„Margar kynslóðir Íslendinga eiga auðvitað góðar minningar af Stjörnutorgi,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar og Kúmen.

„Það var hins vegar barn síns tíma og á Kúmen getum við boðið upp á svo miklu meira. Kúmen er staður fyrir kaffistefnumót, morgunverð, gleðistund eftir vinnu, hádegis-, kvöldverð og allt þar á milli.“ Og það eru spennandi nýjungar í farvatninu sem Baldvina vill ekki upplýsa um enn sem komið er, en hvíslar því þó að okkur að þær lúti að meiriháttar afþreyingu fyrir vini og vinahópa. 

Fyrsta skipti sem Emmsje Gauti ljær fyrirtæki rödd síðan

Og nú hefur Kúmen fundið rödd sína í Emmsje Gauta. Hvernig kom það til að hann tók hlutverkið að sér? 

„Þegar hugmyndin kom upp fannst okkur hún strax frábær,“ segir Baldvina. „En svo var það ekki fyrr en hann var mættur í stúdíóið að við sáum töfrana gerast. Gauti er með svo áreynslulausan, náttúrulegan sjarma, karakter og húmor. Þetta bara steinlá.“ 

Þetta er í fyrsta skipti sem Gauti ljær fyrirtæki rödd sína og hann segist hafa haft virkilega gaman af því að fá að túlka Kúmen.

„Þetta var bara mjög afslappað og næs,“ segir Emmsje Gauti . „Fyrst var ég að gera mig líklegan til að fara í einhvern karakter en svo fattaði ég að þetta þurfti bara að vera afslappað og náttúrulegt.“

Er persónuleiki Kúmen kannski einhvers konar hliðarsjálf? 

„Nei, rödd Kúmen er bara Gauti að vera Gauti,“ segir Emmsje Gauti að lokum.

En hvað skyldi röddin oftast fá sér á Kúmen?

„Það er annaðhvort Yuzu eða Rikki Chan sem vinnur hungurhausverkinn á Kúmen,“ segir Emmsje Gauti og glottir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert