Kanínur fjölga sér á Grandanum

Upp hefur komið sú staða að út á Granda, nánar …
Upp hefur komið sú staða að út á Granda, nánar tiltekið á Hólmaslóð 4, að kanínur eru að fjölga sér í miklum mæli hjá Omnom. Samsett mynd

Upp hefur komið sú staða að út á Granda, nánar tiltekið á Hólmaslóð 4, að kanínur eru að fjölga sér í miklum mæli. Málið hefur vakið mikla kátínu meðal nágranna enda eru umræddar kanínur úr hágæðasúkkulaði.

„Við höfum farið vandlega yfir stöðuna og eru allar hillur núna stútfullar af súkkulaðikanínum í þremur bragðtegundunum,“ segir Kjartan Gíslason, annar af stofnendum Omnom og súkkulaðigerðarmaður brosandi.

Gleðitíðindi fyrir unnendur súkkulaðis

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir unnendur súkkulaðis, en Omnom kynnir til leiks tvær nýjar bragðtegundir af súkkulaðikanínunni þeirra Mr. Carrots. Þær eru nú fáanlegar með 50% mjólkursúkkulaði og Sea Salted Toffee ásamt hinu klassíska lakkríssúkkulaðibragði.

Mr. Carrots með karamellu og sjávarsalti.
Mr. Carrots með karamellu og sjávarsalti. Ljósmynd/Omnom
Síðan er þessi með þrennunni, karamellu og sjávarsalti, mjólkursúkkulaði með …
Síðan er þessi með þrennunni, karamellu og sjávarsalti, mjólkursúkkulaði með Nicaragua-súkkulaði og lakkríssúkkulaði. Ljósmynd/Omnom
Síðan frumkvöðullinn Mr. Carrots með lakkríssúkkulaði.
Síðan frumkvöðullinn Mr. Carrots með lakkríssúkkulaði. Ljósmynd/Omnom

Mr. Carrots er fáanlegur í vefverslun Omnom og verslun þeirra út á Granda, Krónunni út á Granda og Vínberinu. Kanínurnar eru til í mjög takmörkuðu upplagi.




 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert