Nýir eigendur hafa tekið við VON mathús

Nýir eigendur hafa tekið við veitingastaðnum VON mathús í Hafnarfirði.
Nýir eigendur hafa tekið við veitingastaðnum VON mathús í Hafnarfirði. Samsett mynd

Veitingastaðurinn VON mathús í Hafnarfirði hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin ár og veitingahjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir hlotið verðskuldaða athygli fyrir áherslurnar og framsetninguna í matargerðinni enda matreidd af ástríðu og natni frá upphafi Nú hafa hjónin selt veitingastaðinn VON mathús sem staðsettur er við Strandgötu 75 í Hafnarfirði en það kemur fram á vef Veitingageirans.

Veitingahjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir hafa nú selt …
Veitingahjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir hafa nú selt veitingastaðinn VON Mathús í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Eigandi Sjávargrillsins nýr eigandi ásamt samstarfsfélögum

Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumeistari og eigandi Sjávargrillsins hefur keypt veitingastaðinn og meðeigendur hans eru Pétur Lúkas Alexson kokkur og Örn Pálmi Ragnarsson þjónn og samstarfsfélagar á Sjávargrillinu.

Nýr matseðill og uppfærður staður

Eins og fram kemur á vef Veitingageirans var farið í framkvæmdir og staðurinn fékk andlitslyftingu auk þess sem nýr matseðill hefur litið dagsins ljós. Staðurinn opnaði formlega í gær, miðvikudaginn 3. apríl með nýjum og stærri matseðli og jafnframt var opnunartíminn lengdur, en nú er opið alla daga vikunnar.

VON mathús var opnaður á ný í gær og hér …
VON mathús var opnaður á ný í gær og hér má sjá myndir inni á staðnum eftir breytingarnar. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert