Ýtti Svíanum og sakaði um árásargirni

Emma Hayes.
Emma Hayes. AFP/Adrian Dennis

Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, var ekki á eitt sátt við kollega sinn hjá Arsenal, Jonas Eidevall, á meðan úrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum stóð og eftir hann um liðna helgi.

Arsenal stóð uppi sem sigurvegari þar sem Stina Blackstenius skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri.

Í lok leiks tókust stjórarnir í hendur þar sem Hayes ýtti Eidevall frá sér og lét Svíann heyra það.

Á fréttamannafundi gagnrýndi Hayes svo Eidevall og sagði hann hafa sýnt af sér „karllæga árásargirni“ þegar hann reifst við einn leikmanna hennar á meðan leiknum stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert