Lygileg endurkoma Chelsea gegn United

Cole Palmer var hetjan er Chelsea vann ótrúlegan endurkomusigur á Manchester United í 31. umferð ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta á Stamford Bridge í kvöld.

Chelsea er nú í tíunda sæti með 40 stig en Manchester United er í sjötta sæti með 48 stig.

Leikurinn var stórskemmtun og sóttu bæði lið mikið að marki hvors annars. 

Mason Mount svekktur á gamla heimavellinum.
Mason Mount svekktur á gamla heimavellinum. AFP/Glyn Kirk

Frábær byrjun Chelsea

Conor Gallagher kom Chelsea yfir snemma leiks. Þá sótti Chelsea hratt og Malo Gusto sendi boltann fyrir markið. Af Raphael Varane, varnarmanni United, barst hann til Conors Gallagher sem smellti boltanum í netið, 1:0. Spurning hvort André Onana hefði getað gert betur í markinu. 

Vont varð verra hjá United á 19. mínútu þegar að Cole Palmer kom Chelsea í 2:0 úr vítaspyrnu. Þá hafði Antony brotið á Mykhaylo Mudryk í teig United og Jarred Gillett dómari benti á punktinn. 

Conor Gallagher fyrirliði Chelsea fagnar eftir að hafa komið sínum …
Conor Gallagher fyrirliði Chelsea fagnar eftir að hafa komið sínum mönnum yfir í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Endurkoma United

Chelsea-liðið var með alla stjórn á leiknum en á 34. mínútu sendi miðjumaður liðsins Moises Caicedo boltann beint á Alejandro Garnacho sem keyrði að marki Chelsea og minnkaði muninn, 2:1. 

Bruno Fernandes jafnaði metin fimm mínútum síðar, 2:2. Þá stangaði hann boltann í gagnstætt horn eftir fyrirgjöf Diogo Dalot og allt jafnt á Stamford Bridge. 

Garnacho var aftur á ferðinni á 67. mínútu. Þá átti Antony stórkostlega utanfótarsendingu fyrir markið, beint á kollinn á Garnacho sem stangaði boltann í netið, 3:2, og endurkoman fullkomnuð. 

Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United.
Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United. AFP/Glyn Kirk

Lygilegur uppbótartími

United hélt að sigurinn væri kominn í höfn en alveg undir lok leiks fékk Chelsea vítaspyrnu. Þá braut Diogo Dalot á Noni Madueke inn í eigin teig og víti dæmt. 

Aftur steig Palmer á punktinn og aftur skoraði hann örugglega, 3:3. 

Palmer fullkomnaði svo endurkomu Chelsea á elleftu mínútu uppbótartímans er hann skoraði sigurmarkið Chelsea sem fór af Scott McTominay og í netið, 4:3.

Chelsea heimsækir Sheffield United næstkomandi laugardag. Þá fær United Liverpool í heimsókn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 

Cole Palmer jafnar metin á ný.
Cole Palmer jafnar metin á ný. AFP/Glyn Kirk
Chelsea 4:3 Man. United opna loka
90. mín. Noni Madueke (Chelsea) á skot sem er varið Ágætis skotfæri en beint á Onana.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert