Þrenna í sjö marka veislu (myndskeið)

Cole Palmer skoraði þrennu fyrir Chelsea þegar liðið vann hádramatískan endurkomusigur á Manchester United, 4:3, í mögnuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Staðan var 2:3, Man. United í vil, þegar skammt var eftir af uppgefnum uppbótartíma.

Þá fékk Chelsea dæmda vítaspyrnu sem Palmer skoraði af öryggi úr á tíundu mínútu uppbótartímans eftir nokkurra mínútna VAR-athugun.

Mínútu síðar skoraði Palmer svo sigurmarkið og fullkomnaði þrennuna.

Áður hafði hann skorað annað mark úr vítaspyrnu og Conor Gallagher skorað fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu.

Man. United sneri taflinu við með tveimur mörkum frá Alejandro Garnacho og einu frá Bruno Fernandes en reyndist það ekki nóg.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert