Varnarmaður Aston Villa til United?

Ezri Konsa.
Ezri Konsa. AFP/Adrian Dennis

Enski knattspyrnumaðurinn Ezri Konsa er á óskalista Manchester United en hann er samningsbundinn Aston Villa.

Það er Football Transfers sem greinir frá þessu en Konsa, sem er 26 ára gamall, er lykilmaður í varnarleik Aston Villa.

Hann gekk til liðs við Aston Villa árið 2019 og á að baki 177 leiki í öllum keppnum fyrir félagið þar sem hann hefur skorað sjö mörk.

Hann hefur leikið 28 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem Aston Villa situr í fjórða sæti deildarinnar með 59 stig, 11 stigum meira en Manchester United.

Konsa er samningsbundinn Aston Villa til sumarsins 2028 en United þyrfti að borga í kringum 50 milljónir punda fyrir miðvörðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert