Stunginn til bana fyrir utan völl Tottenham

Atvikið átti sér stað við heimavöll Tottenham í Norður-Lundúnum.
Atvikið átti sér stað við heimavöll Tottenham í Norður-Lundúnum. AFP/Henry Nicholls

Karlmaður var í gær stunginn til bana fyrir utan heimavöll enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum.

Tottenham mætti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, en ekki er víst hvort andlátið tengist leiknum á einhvern hátt.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni á svæðinu náðist árásin að hluta til á öryggismyndavélar í nágrenninu.

Þrátt fyrir atvikið var tekin ákvörðun um að spila leikinn, sem Tottenham vann 3:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert