Magnús Þór tilbúinn að biðjast afsökunar á skrifum sínum á spjallrásum

Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er tilbúinn að biðjast afsökunar á skrifum sínum á spjallþráðum vefsíðunnar malefnin.com finnist einhverjum þau óviðeigandi.

Aðfaranótt föstudagsins skiptist Magnús Þór á skoðunum við aðra málverja, eins og þeir eru kallaðir sem skrifa á síðuna. Í þeim skoðanaskiptum sagði varaformaður Frjálslynda flokksins meðal annars: "Ekki gleyma því að svína á Hellisheiðina, fara gegnum Þrengslin, lenda svo Spittfærnum á Kaldaðarnesmelum, fljúga svo norður í Eyjafjörð yfir Kjöl, sprengja Stebbafr og Halldór Blöndal til helvítis, snúa svo til baka yfir heiðina og bomba Björn Bjarna og borgarstjórnarminnihlutann hálfa leið til andskotans og lenda svo við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og hrynja í það á kránum í Miðbænum."

Aðspurður hvort honum finnist viðeigandi að skrifa með þessum hætti um samstarfsmenn sína á Alþingi, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Halldór Blöndal forseta Alþingis, segir Magnús Þór að þetta hafi verið skrifað í hálfkæringi og alls ekki illa meint. Hann hefði verið að svara skrifum um sig, meðal annars Stefáns Friðriks Stefánssonar (stebbifr), sem er ungur sjálfstæðismaður á Akureyri og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Þetta var grín

"Ég er alveg reiðubúinn að biðjast afsökunar á þessu," segir hann. "Ég sé eftir því að hafa gert þetta. Þetta var meint sem grín og í hálfkæringi gert en auðvitað sé ég að ég hefði átt að sleppa þessu. Ég var að nota þarna myndlíkingu með skírskotun til pólitískrar baráttu og eftir á að hyggja var þetta heldur fast að orði kveðið."
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert