Kínverjar ráðgera innrás í N-Kóreu

Mótmælendur krefjast afsagnar yfirvalda í Norður-Kóreu í Seoul höfuðborg Suður-Kóreu …
Mótmælendur krefjast afsagnar yfirvalda í Norður-Kóreu í Seoul höfuðborg Suður-Kóreu í morgun. AP

Kínverski herinn hefur gert áætlanir um að ráðst inn í Norður-Kóreu og tryggja yfirráð yfir kjarnorkuverum þeirra komi til þess að núverandi valdhafar í landinu hrökklist frá völdum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Í nýrri skýrslu bandaríku samtakanna Center of International Strategy Studies og American Institute of Peace er haft eftir kínverskum sérfræðingum að kínversk yfirvöld hafi látið vinna áætlanir um innrás í landið með eða án samþykkis Sameinuðu þjóðanna komi til þess að ráðamenn í Norður-Kóreu misst völdin. 

„Reynst það nauðsynlegt munu hersveitir frelsishers alþýðunnar verða sendar inn í Norður-Kóreu. Kínverjar vildu við slíkar aðstæður helst njóta samþykkis og stuðnings Sameinuðu þjóðanna en bregðist alþjóðasamfélagið ekki nógu hratt við breytingum í Norður-Kóreu munu Kínverjar sýna nauðsynlegt frumkvæði til að tryggja stöðugleika,” segir m.a. í skýrslunni.

Þá segir að aðaláhersla verði lögð á að koma í veg fyrir straum flóttamanna frá landinu með auknu landamæraeftirliti og því að sjá til þess að næg matvæli verði flutt til landsins.  Sérfræðingarnir segja hins vegar útilokað að kínversk yfirvöld taki þátt í því að reyna að koma  yfirvöldum í Norður-Kóreu frá völdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert