Clinton og Obama þóttust ekki sjá hvort annað

Clinton og Kennedy takast í hendur en Obama lítur undan.
Clinton og Kennedy takast í hendur en Obama lítur undan. AP

Þau Hillary Rodham Clinton og Barack Obama, sem sækjast bæði eftir útnefningu sem forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, voru bæði í bandaríska þinghúsinu í gærkvöldi þegar George W. Bush, forseti flutti stefnuræðu sína. Þau þóttust hins vegar ekki sjá hvort annað.

Að sögn AP fréttastofunnar var þetta talsvert afrek í ljósi þess að þau Clinton og Obama sátu í sömu sætaröðinni og aðeins voru gangur og fjórir öldungadeildarþingmenn á milli þeirra.

Edward M. Kennedy, öldungadeildarþingmaður, sat við hina hlið Obamas en Kennedy lýsti í gær opinberlega yfir stuðningi við Obama.  Kennedy rétti samt út höndina þegar Clinton gekk framhjá og þau heilsuðust. Obama leit hins vegar undan.

Þessi samskipti vöktu eðlilega nokkra athygli í þingsalnum í gærkvöldi en kosningabarátta þeirra Clinton og Obama hefur verið óvenjulega hörð undanfarna mánuði.

Í öðrum handabandafréttum er það helst, að Bush tók í höndina á Obama en ekki Clinton.

Clinton heilsar James Langevin, þingmanni demókrata á Long Island. Obama …
Clinton heilsar James Langevin, þingmanni demókrata á Long Island. Obama og Kennedy eru hægra megin á myndinni. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert