Ránið í Danmörku þaulskipulagt

Talið er að hópur vopnaðra manna sem réðst inn í Loomis fjárhirslunnar á Sydvestvej i Glostrup í Danmörku í nótt hafi haft allt að 30 milljónir danskra króna á brott með sér. Fjármunirnir voru í peningakössum og féllu nokkrir þeirra af bílum ræningjanna er þeir óku á brott. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Tveir menn voru handtekinr í kjölfar hraðaksturs, grunaðir um aðild að ráninu í morgun en þeim hefur nú verið sleppt. 

Samkvæmt upplýsingum lögreglu óku ræningjarnir kranabíl og þremur stórum bílum í gegn um vegg við lóð Loomis fjárhirslunnar við Sydvestvej i Glostrup og réðust að því búnu vopnaði skammbyssum inn í bygginguma.

Ræningjarnir skildu eftir sig nokkuð af sprengiefnum og var lestarsamgöngum um svæðið því aflýst um tíma í morgun en fjárhirslan stendur við brautarteina.

Lögregla segir ljóst að ránið hafi verið þaulskipulagt og að ræningjarnir hafi m.a. dreift nöglum um nærliggjandi götur til að hefta eftirför lögreglu.

Brian Normann, vaktstjóri á Vestegn-lögreglustöðinni í Kaupmannahöfn segir að aðferðir mannanna minni mjög á þær aðferðir sem notaðar voru við vopnað rán í Malmø í Svíþjóð í upphafi síðasta mánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert