Dómur um Pirate Bay staðfestur

Þrír forsvarsmenn Pirate Bay, þeir Fredrik Neij, Gottfrid Svartholm Warg …
Þrír forsvarsmenn Pirate Bay, þeir Fredrik Neij, Gottfrid Svartholm Warg og Peter Sunde. Reuters

Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð staðfesti í dag, að þrír forsvarsmanna sænsku skráaskiptisíðunnar The Pirate Bay skuli sæta fangelsisrefsingu og greiða sekt. Mildaði dómurinn fangelsisrefsinguna en hækkaði sektina og nemur hún  46 milljónir sænskra króna, um 760 milljónum  króna. 

Fredrik Neij, 32 ára, var dæmdur í 10 mánaða fangelsi, Peter Sunde, 32, í 8 mánaða fangelsi og  Carl Lundström, 50 ára, í 4 mánaða fangelsi. Dómur yfir fjórða manninum, Gottfrid Svartholm Warg, verður kveðinn upp síðar en hann gat ekki komið fyrir réttinn nú vegna veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert