Dæmdur í fangelsi fyrir misþyrmingar í Abu Ghraib

Teikning af Armin J. Cruz í réttarsalnum í morgun.
Teikning af Armin J. Cruz í réttarsalnum í morgun. AP

Bandarískur herleyniþjónustumaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi og fyrir að taka þátt í misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Maðurinn var einnig lækkaður í tign og verður vikið úr hernum.

Armin J. Cruz játaði að hafa tekið þátt í samsæri um að misþyrma föngum í fangelsinu en saksóknarar héldu því fram að Cruz hefði neytt fanga til að skríða naktir um gólf fangelsisins og hann hefði síðan handjárnað fangana saman.

Cruiz er fyrsti bandaríski herleyniþjónustumaðurinn sem kemur fyrir herrétt vegna atburðanna í Abu Ghraib en í maí var hermaðurinn Jeremy C. Sivits dæmdur í árs fangelsi fyrir sömu sakir. Sex aðrir hermenn hafa verið ákærðir vegna málsins.

Mynd úr Abu Ghraib-fangelsinu í útjaðri Bagdad. Bandarískir hermenn standa …
Mynd úr Abu Ghraib-fangelsinu í útjaðri Bagdad. Bandarískir hermenn standa yfir nöktum föngum, sem liggja í hrúgu á gólfinu. AP/NBC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert