Öfgaflokkur til hægri stærstur í Flæmingjalandi

Ný skoðanakönnun í Belgíu sýnir, að flokkurinn Vlaams Blok, sem skilgreindur er yst til hægri í stjórnmálum, nýtur mests fylgis í Flæmingjalandi annan mánuðinn í röð. Flokkurinn vill að Flæmingjaland fái sjálfstæði.

Fylgi við flokkinn mældist 26,9% á svæðinu samkvæmt könnun sem blaðið Le Soir birti. Fylgi við Kristilega demókrataflokkinn mældist 25,5%.

Vlaams Blok var í síðasta mánuði talinn hafa brotið lög gegn kynþáttahatri.

Belgía skiptist í þrjú héröð, Flæmingjaland, Vallóníu og Brussel. Þessi héröð hafa ákveðna sjálfsstjórn en ein ríkisstjórn er yfir landinu öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert