Ísraelar heimila Arafat að fara frá Ramallah vegna veikinda

AP

Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur fengið leyfi Ísraela til að yfirgefa skrifstofur sínar í bænum Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem hann hefur setið í herkví síðan í desember 2001, til að leita sér læknis, að þvíer ísraelska sjónvarpið greindi frá í dag.

Sjónvarpið rauf dagskrá sína til að tilkynna að varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, hefði veitt leyfið vegna hnignandi heilsu Arafats, eftir að hafa ráðfært sig við ísraelsku öryggislögregluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert