Heilsu Arafats hrakar

Yasser Arafat.
Yasser Arafat. AP

Heilsu Yasser Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu, hefur hrakað að sögn palestínskra embættismanna. Ísraelska útvarpið greindi frá því í morgun, að Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, hafi flogið til Parísar til að heimsækja Arafat, sem hefur verið þar á sjúkrahúsi síðan á föstudag.

Yasser Arafat, sem er 75 ára, var fluttur á gjörgæsludeild á hersjúkrahúsi í útjaðri Parísar í gær og sögðu heimildarmenn í palestínsku heimastjórninni að heilsu hans hefði hrakað mikið yfir daginn. Þeir sögðu líðan hans í gærkvöldi þó stöðuga.

Flogið var með Arafat til Frakklands í síðustu viku eftir að hann veiktist illa. Ekki er vitað hvað þjakar Arafat, en læknar telja að um alvarlegan blóðsjúkdóm geti verið að ræða. AP hafði eftir einum heimildarmanni, sem sagður er þekkja til, að Arafat þjáðist af "banvænum" sjúkdómi. Þetta hafði hins vegar ekki fengist staðfest

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert