Danska þjóðin harmi slegin

Gríðarlegur eldur kviknaði eftir sprengingarnir í flugeldaverksmiðjunni í gær.
Gríðarlegur eldur kviknaði eftir sprengingarnir í flugeldaverksmiðjunni í gær. AP

Danska þjóðin er harmi slegin eftir eldsvoðann í flugeldaverksmiðju í Kolding í Danmörku í gær. 33 ára slökkviliðsmaður lét lífið og sjö félagar hans liggja á sjúkrahúsi með reykeitrun, en enginn þeirra er sagður í lífshættu. Tvö þúsund íbúum í nágrenni flugeldaverksmiðjunnar var gert að yfirgefa heimili sín í gær og hafa enn ekki fengið að snúa aftur. Margir gistu í íþróttahúsum og skólum bæjarins í nótt, en aðrir hjá fjölskyldum og vinum. Enn logar í rústum verksmiðjunnar og í 20-25 íbúðarhúsum sem urðu eldinum að bráð.

„Við höfum ekki hugmynd um hvort hús okkar stendur enn. Við vorum keyrð í burtu af staðnum og fáum ekki að snúa aftur,“ segir hárgreiðslukonan Anne Jepsen, sem er með hárgreiðslustofu sína einungis nokkra tugi metra frá flugeldaverksmiðjunni.

Flugeldaverksmiðjan stóð í miðju íbúðarhverfi í bænum Kolding á suðurhluta Jótlands. Leikskóli er aðeins í 500 metra frá verksmiðjunni og voru 6-8 ára gömul börn í skólanum þegar eldurinn kom upp í gær. Börnin voru öll flutt fyrst niður í kjallara hússins áður en þau voru flutt á brott. Margir undrast nálægð flugeldaverksmiðjunnar og leikskólans.

Að sögn Þorsteins Eggertssonar, sem býr í Kollund sem er um 60 km frá Kolding, er ekki vitað til að Íslendingar hafi verið í þeim hópi sem þurfti að yfirgefa hús sín í gærkvöldi. Hann sagði að um 200 Íslendingar væru á Kolding svæðinu. Enn loga eldar og hættuástandi hefur ekki verið aflýst þar sem enn geta orðið sprengingar í flugeldum.

Fyrir nokkrum dögum voru 2000 tonn af flugeldum í verksmiðjunni, en búið var að flytja mest af því annað og talið að um 300 tonn hafi verið í verksmiðjunni þegar eldurinn kom upp. Þorsteinn segir að mikil reiði hafi gripið um sig meðal íbúa á svæðinu vegna þessa atburðar þar sem tilvist verksmiðjunnar var mótmælt með undirskriftarlista sem afhentur var bæjaryfirvöldum ekki alls fyrir löngu. „Þykir það vera mikið ábyrgðarleysi að hálfu bæjaryfirvalda að leyfa starfsemi sem þessa í miðju íbúðarhverfi,“ segir Þorsteinn.

Verksmiðjan hafði öll tilskilin rekstrarleyfi þó svo hún væri staðsett í byggð og 35 einbýlishús innan við 100 metra fjarlægðar frá henni.

Nánar um flugelda- og púður-virkni á heimasíðu efnafræðifélags Íslands, www.efn.is.

Eldurinn var gríðarlegur eins og sjá má og áttu slökkviliðsmenn …
Eldurinn var gríðarlegur eins og sjá má og áttu slökkviliðsmenn erfitt verkefni fyrir höndum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka