Refaveiðitíminn hafinn í Bretlandi - líklega í allra síðasta sinn

AP

Bresku refaveiðimaður fer á hesti sínum yfir girðingu skammt frá Stratton Audley á Englandi í dag, er refaveiðitímabilið hófst.

Líklega verður þetta í síðasta sinn sem refir eru veiddir á Englandi samkvæmt gamalli hefð, því allt útlit er fyrir að stjórnvöld setji lög er banna veiðarnar, þrátt fyrir að lávarðadeild breska þingsins neiti að samþykkja frumvarp þar um, en það var samþykkt í neðri deildinni fyrir tveim mánuðum.

Tugir þúsunda veiðimanna og hundarnir þeirra hófu veiðar á um 300 stöðum í dag, og voru margir þátttakendur reiðir vegna fyrirætlana stjórnvalda.

„Við erum staðráðnir í að vera hérna líka í nóvember á næsta ári og þarnæsta ári, eins og við höfum alltaf verið,“ sagði Darren Hughes, talsmaður samtakanna Countryside Alliance, sem berst fyrir því að veiðunum verði haldið áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert