Rekstur og uppbygging án skuldsetningar

Ársreikningur 2023 sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu og betri en fjárhagsaætlun gerði …
Ársreikningur 2023 sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu og betri en fjárhagsaætlun gerði ráð fyrir. mbl.is/ Ómar

Rekstur Reykjanesbæjar gekk betur á síðasta ári en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Mikil fjölgun íbúa hefur verið í bænum á undanförnum árum.  Unnið er að nauðsynlegri innviðauppbyggingu auk ýmissa viðhaldsverkefna. Engin lán voru tekin á árinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ en ársreikningur bæjarins var samþykktur á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðastliðinn þriðjudag.

Mikil fjölgun íbúa á undanförnum árum

Jákvæð rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs nam 1.453 milljónum króna en 2.440 milljónum króna í samanteknum ársreikningi. Fjárfestingar námu 4.965 milljónum króna í A-hluta bæjarsjóðs og 7.713 milljónum króna í samanteknum ársreikningi A- og B-hluta. Aukið veltufé frá rekstri var nýtt til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar vegna mikillar fjölgunar íbúa síðustu árin og í ýmis viðhaldsverkefni vegna rakaskemmda.

Heildartekjur samstæðu A- og B-hluta voru 36,4 milljarðar króna og rekstrargjöld 28,4 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 8 milljörðum króna. Að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2.440 milljónir króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir 1.399 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu hjá samstæðu sveitarfélagsins.

A-hlutinn skilaði 1,4 milljarða afgangi

Heildartekjur A-hluta bæjarsjóðs námu 25 milljörðum króna. Rekstrargjöld bæjarsjóðs námu 22 milljörðum króna. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 1.453 milljónir króna.

Áætlun ársins með viðauka gerði hins vegar ráð fyrir 707 miljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs og er þetta því mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir. Munar þar mest um hærri útsvarstekjur en áætlað var enda er það stefna Reykjanesbæjar að áætla tekjur hóflega.

Engar lántökur 

Eignir samstæðu A- og B-hluta nema 87,7 milljörðum króna og A-hluta bæjarsjóðs 47,2 milljörðum króna. Hreint veltufé frá rekstri samstæðu A og B hluta nam 8,3 milljörðum króna og 3,9 milljörðum króna í bæjarsjóði. Engar lántökur áttu sér stað á árinu 2023 og nema skuldir á hvern íbúa 1,3 milljónum króna.

Skatttekjur og framlög úr jöfnunarsjóði námu 919 þúsund króna á hvern íbúa á árinu 2023 í stað 848 þúsund króna á árinu 2022.

Skuldaviðmið A-hluta bæjarsjóðs er 87,74% og samstæðu A- og B-hluta 105,96% og hefur lækkað frá árinu 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK