Ísraelar flytja sorp yfir grænu línuna

Palestínumenn minntust þess um helgina að þrjú ár eru liðin …
Palestínumenn minntust þess um helgina að þrjú ár eru liðin frá því Ísraelar jöfnuðu hluta Jenin flóttamannabúðanna við jörðu. AP

Ísraelskt einkafyrirtæki vinnur nú að undirbúningi þess að flytja sorp frá Ísrael yfir á svæði Palestínumanna og urða það þar en sorp hefur ekki verið flutt frá Ísrael yfir hina svokölluðu grænu línu frá árinu 1967. Varað hefur verið við því að urðun sorpsins geti mengað vatnsból Palestínumanna og því brýtur ákvörðunin í bága við alþjóðalög sem kveða á um að hernámsríki megi ekki nýta hernumið land nema það komi íbúum þess sem góða. Þetta kemur fram á fréttavef Ha´aretz.

Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að 10.000 tonn af sorpi verði urðuð í gamalli námu á milli Nablus og Kedumim-landnemabyggðarinnar og er undirbúningur þess þegar hafinn þótt formlegt leyfi ísraelska umhverfisráðuneytisins liggi enn ekki fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert