Mótmælendur í Bólivíu taka olíulindir á sitt vald

Verkfallsverðir í La Paz rassskella verkfallsbrjót.
Verkfallsverðir í La Paz rassskella verkfallsbrjót. AP

Mótmælendur úr röðum frumbyggja í Bólivíu tóku í dag á sitt vald olíulindir BP og Repsoil í austurhluta landsins, að sögn embættismanna. Áður höfðu mótmælendur, sem krefjast þjóðnýtingar gasiðnaðarins í landinu, tekið olíudælustöð við landamærin að Chile og lokað fyrir olíuflutning.

Tugþúsundir mótmælenda hafa svo að segja lamað alla starfsemi í landinu með aðgerðum sínum, og til óeirða hefur komið í höfuðborginni, La Paz. Gaslindir Bólivíu eru taldar þær næst mestu í Suður-Ameríku. Tuttugu og sex erlend olíu- og gasvinnslufyrirtæki eru með starfsemi í landinu. Í maí samþykkti bólivíska þingið lög um hækkun skatta á olíu- og gasfyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert