Forseti Pakistans boðar herferð gegn öfgahyggju

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. AP

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur hafið herferð gegn bókstafstrú í landinu eftir árásirnar í London en þrír af fjórum sjálfsmorðsárásarmönnunum voru Bretar af Pakistönskum uppruna.

Hann kallaði um 200 yfirmenn í lögreglunni alls staðar að á landinu á sinn fund og sagði þeim að þeir yrðu að fjarlægja allt efni, bæklinga, tölvudiska og bækur, með trúarlegum hatursboðskap sem þeir sæju á mörkuðum.

„Þið verðið að tryggja að slíkt efni sé ekki fáanlegt á mörkuðum í síðasta lagi í desember á þessu ári,“ sagði hann. Þá sagði hann að lögregla ætti að taka hart á herskáumhópum sem hefðu verið bannaðir eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september en væru að reyna að hefja starfssemi að nýju undir nýjum nöfnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert