Uppreisnarmenn drepa 24 stjórnarhermenn í Kólumbíu

Tuttugu og fjórir kólumbískir hermenn létu lífið í árás uppreisnarmanna. Hermennirnir voru að vernda starfsmenn ríkisstjórnarinnar sem unnu að því að eyðileggja uppskeru af kóka-laufum sem eru hráefni í kókaínframleiðslu að sögn herforingja í ríkishernum.

Ortiz hershöfðingi sagði blaðamönnum frá því að hermennirnir hafi verið að veita starfsmönnunum vernd nærri Vista Hermosa, um 170 km sunnan við Bogota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert