Ógiftir og samkynhneigðir Englendingar fá heimild til ættleiðingar

Ógift pör og samkynhneigð pör mega frá og með deginum í dag ættleiða börn á Englandi og Wales. Þrjú ár eru síðan lagafrumvarp þess efnis kom fyrir breska þingið. Telja ensk ættleiðingarsamtök að þetta muni hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna sem hafa beðið þess lengi að fá heimild til að ættleiða.

Er talið að þetta hafi mest áhrif á þau börn sem hafa verið tekin í fóstur en fósturforeldrar þeirra hafa aldrei fengið heimild til þess að ættleiða þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert