Zapatistas í kynningarferð um Mexíkó

Mexíkóskir uppreisnarmenn kenndir við Zapata hershöfðingja hafa nú yfirgefið frumskóginn í fyrsta sinn í fjögur ár og munu ferðast um landið á rútum og trukkum næstu sex mánuðina til að reyna að breyta landslagi stjórnmála í Mexíkó.

Um 15 þúsund Zapatistas og áhangendur þeirra marseruðu í gær í gegnum borgina San Cristobal de las Casas, en það var fyrsti áfangastaðurinn í þessu ferðalagi. Uppreisnarmennirnir vilja bætt kjör indíána í landinu og sagði Vicente Fox, forseti Mexíkó að þetta ferðalag Zapatistanna myndi styrkja lýðræðið í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert