Fjöldi sprengjuárása í Nepal í dag

Margar sprengingar urðu í tveimur borgum og einum bæ í Nepal í dag skömmu eftir að uppreisnarmenn maóista tilkynntu að þeir virtu ekki lengur vopnahlé og ætluðu að hefja árásir á stjórnvöld á ný.

Ekki er vitað til mannfalls. Ein sprengingin varð í stjórnarbyggingu í borginni Bhairahawa og önnur varð í borgarráðsskrifsstofu í borginni Butwal. Þá urðu tvær sprengingar nærri lögreglustöð í bænum Pokhara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert