Forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi handtekinn

Alexander Kozulin handtekinn á framboðsfundi í dag.
Alexander Kozulin handtekinn á framboðsfundi í dag. Reuters

Mótframbjóðandi í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi, Alecandre Kozulin, var handtekinn af óeinkennisklæddum mönnum, sem virtust tilheyra lögreglunni, er hann mætti á framboðsfund í Minsk í morgun.

Talsmaður Kozulins hefur staðfest handtökuna. Kozulin var færður út í bifreið af borgaralega klæddum mönnum, en ekki er vitað hvert var farið með hann.

Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, sem er talinn sigurstranglegur í komandi kosningum, var einnig staddur á framboðsfundinum en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hefur sagt að Hvíta-Rússland sé „síðasta einræðisríkið í miðri Evrópu”. Kosningarnar verða haldnar 19. mars næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert