FBI njósnar um friðarsinna í Bandaríkjunum

Robert Mueller forstjóri FBI sagði nefnd sem rannsakar misferli innan …
Robert Mueller forstjóri FBI sagði nefnd sem rannsakar misferli innan stofnunarinnar að ekki væri verið að njósna um friðarsinna. Reuters

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Patrick Leahy sem er demókrati frá Vermontríki hefur kvartað yfir því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé að njósna um hópa sem eru andsnúnir stríðinu í Írak. Telur Leahy að friðarhóparnir Thomas Merton Centre for Peace and Justice, hópur í trúfélagi kvekara og kaþólskt félag í Pennsylvaníu og hópur eldri kvenna sem nefna sig „Reiðar ömmur” (e. Raging Grannies) séu allir undir eftirliti.

„Því í ósköpunum er FBI að njósna um löghlýðna borgara þessa lands þó að þeir séu mótfallnir stríðinu í Írak,” sagði Leahy og vitnaði í innanhússskýrslur FBI.

Robert Mueller forstjóri FBI sagði að ekki væri verið að fylgjast með reiðum ömmum eða friðarsinnuðum kvekurum (e. Quakers) og að eftirlitið með Thomas Merton Centre hefði verði í tengslum við annað mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert